Ný landsliðs viðmið/lágmörk komin á netið

Stjórn LSÍ hefur samþykkt ný landsliðs viðmið/lágmörk fyrir árið 2024, engar stórar stefnu breytingar hafa verið frá fyrri lágmörkum en við hvetjum íþróttamenn lesa viðmiðin vel þá sérstaklega hluta varðandi norðurlandamót en þar hefur þyngdarflokkum verið fækkað.

Árangur íþróttamanna 18 mánuðum fyrir mót gildir til keppnisrétts.

Íþróttamenn sem stefna á þátttöku í mótum skulu endilega hafa samband við lsi@lsi.is og láta vita, það auðveldar framkvæmdastjóra að fylgjast með tilteknum íþróttamanni og aðstoða hann við skráningu í ADAMS en nauðsynlegt er að allir keppendur séu skráðir þar með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Þetta á sérstaklega við um mót haldin af evrópska lyftingasambandinu (EWF) og alþjóðalyftingasambandinu (IWF).

Dómaranámskeið

Skráning HÉR

Námsefni er eftirfarandi

Vinsamlegast verið búin að lesa yfir allt námsefnið áður en þið komið á námskeiðið

IWF TECHNICAL AND COMPETITION RULES & REGULATIONS

Prófið og svör á prófi er að finna á netinu og það er mín ráðlegging til ykkar að þið lesið bókina, gerið prófið og flettið svo upp því sem þið eruð óviss á.

Prófið:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Questions.pdf

Svör:
https://iwf.sport/wp-content/uploads/downloads/2019/10/IWF-TO-Exam-2019-Answers.pdf

Gæti kannski hljómað eins og svind, en staðreyndin er að ef þið kunnið prófið og það sem á því er þá eruð þið komin með þekkingu á því sem skiptir máli.

Svo til að rifja upp er til útdráttur á íslensku, en það efni er sérstaklega um það sem snýr að keppendum og var hugsað til þess að fræða þá, en er líka gagnlegt fyrir ykkur.
https://lyftingar.wordpress.com/urdrattur-ur-keppnisreglum/

Og svo nokkrir punktar sem er gott að hafa í vasanum á keppnisdag til að rifja upp, best að gera það fyrir hvert mót.

https://docs.google.com/document/d/1Qwz2MeSONIXzCZ3vElVRuVY2HHHDdgp2-2-cB6tOGCQ/edit?usp=sharing

Þið megið endilega biðja um aðgang að þessari síðu og nota hana til að spyrja spurninga ef einhverjar eru.

https://www.facebook.com/groups/1713014768997620/?notif_id=1655848726747259&notif_t=group_admin&ref=notif

Ef þið viljið virkilega hella ykkur í þetta þá eru til video á youtube sem hægt er að horfa á:
https://youtu.be/G0JlXGan1cs?list=PLDb25g2HgvQKrtNS73tF65Lp_JAx3_Me3


Gangi ykkur sem allra best og verið ófeimin að spyrja ef það er eitthvað óljóst.

Kveðja,
Erna Héðinsdóttir – Cat 1 ITO
erna@lsi.is

Eygló í 11.sæti í Tælandi

Eygló Fanndal Sturludóttir hélt áfram að skrifa lyftingasögu Íslands í dag þegar hún lauk keppni á IWF World Cup í Tælandi. Hægt er að sjá heildarúrslit í þyngdarflokknum hennar -71kg HÉR.

Eygló endaði keppnina í 11.sæti á mótinu eftir spennuþrungna keppni en alls voru 41 keppandi sem vigtaðist inn í flokkinn. Nauðsynlegt er fyrir alla sem vilja keppa í París að taka þátt í þessu móti. Eygló keppti í B-hóp en gríðar hörð keppni var bæði í A og B hópnum. Áður en Eygló hóf keppni hafði C-hópur lokið keppni, þar var hin Nígeríska Joy Ogbonne Eze og hún lyfti 239kg í samanlögðum árangri og lyfti sér upp í 11.sætið á ólympíu úrtökulistanum, það var því nauðsynlegt að þeir sem fylgdu á eftir þyrftu að lyfta í það minnsta 240kg til að fara uppfyrir hana og tryggja sig inn á leikana en 10 efstu keppendur fá sjálfkrafa keppnisrétt. Franskur keppandi var/er í 10.sæti og því er 11.sætið nánast öruggt.

Eygló með 130kg í jafnhendingu.

Eygló opnaði í snörun á 103kg sem flugu upp og fór því næst í 106kg sem er 1kg bæting á norðurlanda og íslandsmetinu hennar sem hún setti 12.Febrúar síðastliðinn á Evrópumeistaramótinu. Hún reyndi að lokum við 108kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingunni opnaði hún á 130kg, það er 5kg meira en hún lyfti í Búlgaríu á EM og 3kg meira en hún lyfti í Katar í Desember sem er jafnframt hennar besti árangur í jafnhendingu. Sú lyfta fór örugglega upp og samanlagður árangur upp á 236kg. Það er fimm kílóum meira en Eygló hefur lyft og það er einnig nýtt norðurlandamet í samanlögðum árangri í -71kg flokk. Bæting um 5kg en fyrra metið átti fyrrum evrópumeistarinn Patricia Strenius frá Svíþjóð.

Í annari tilraun fór Eygló því næst í 134kg til að komast upp fyrir hina áður nefndu Nígerísku Joy Eze. Hún var mjög nálægt því að standa upp með þá þyngd en þurfti að sleppa henni, þriðja tilraun fór heldur ekki upp og þar við stóð. Eygló endaði önnur evrópubúa í dag og vann meðal annars nýbakaðan evrópumeistara hina Rúmönsku Loredana Elenu Toma.

Eygló gerir sig tilbúna fyrir snörun. Photo: IWF/DBM

Eftir að A-hópurinn lauk keppni er niðurstaðan sú að Eygló endar í 14.sæti á úrtökulistanum fyrir ólympíuleikana (OQR) með 236kg. Nokkrar sviptingar urðu í sætunum í kringum Eygló en hástökkvari dagsins var hin Kúbverska Yeniuska Mirabal Feria sem fór upp um 7 sæti með 9kg bætingu á samanlögðum árangri. Eygló fór hinsvegar upp fyrir bæði hina ítölsku Giulia Miserendino og hina víetnömsku Thi Hong Thanh Pham.

Ekki er öll von enn úti fyrir Eygló en sótt hefur verið um úthlutunarsæti (universality oft nefnt wildcard fyrir hana). Til þess að hún geti nýtt það þarf Frakkland að ákveða að senda ekki keppanda í -71kg flokkinn. En aðeins úthlutunarsæti eða „host nation“ fær sæti í flokknum.

Einnig eru aðrar sviðsmyndir uppi svo að keppendur sem eru neðar á listanum en 11.sæti fá keppnisrétt ef einhverjir af efri keppendunum geta ekki keppt t.d. vegna alvarlegra meiðsla eða þjóð þeirra ákveður að senda þá ekki. Næstu mánuðir munu leiða það í ljós en Eygló hefur í það minnsta gert sitt allra besta til að vera fulltrúi Íslands í París. Eygló keppti á öllum 7 úrtökumótunum fyrir París og byrjaði fyrsta mótið HM 2022 á því að lyfta 213kg og lyfti í dag 236kg svo mikið vatn hefur runnið til sjávar.

Eygló keppir 7.Apríl klukkan 13:30 að staðartíma í Taílandi

Eygló Fanndal Sturludóttir mun keppa á loka úrtökumóti fyrir ólympíuleikana í París (IWF World Cup) þann 7.Apríl klukkan 13:30 að staðartíma en mótið fer fram í Phuket. Tæland er 7klst á undan Íslandi í tíma og keppir hún því 6:30 á Sunnudagsmorgni að íslenskum tíma.

Eygló keppir að þessu sinni í B-hóp og verður hægt að fylgjast með útsendingu á facebook á slóðinni hér að neðan en einnig á weightliftinghouse:

https://facebook.com/events/s/w-71b/863150542246148

Eygló er fyrir mótið í 15.sæti á ólympíulistanum (sjá neðar) með 231kg í samanlögðum árangri. Í B-hópnum mætir hún keppendum í 5,9,12,15,16,19,20,22,23 og 24. Ellefti keppandinn er einnig frá Philipseyjum og myndi hún ekki keppa nema samlandi hennar gefi ekki kost á sér sem er í 5.sæti á listanum. A hópur keppir síðastur að kvöldi sunnudags 19:00. Hægt er að sjá allar upplýsingar í keppnisskrá mótsins.

Ég vil hvetja áhugasama að horfa á viðtal við Eygló sem birtist í Dagmálum (mbl) fyrir páska: https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/innskraning/?redirect=/mogginn/dagmal/ithrottir/248442/%3F_t%3D1712095178.3059528

Einnig tók Ásdís Hjálmsdóttir frábært viðtal við Eygló á ensku í podcastinu sínu the Athlete zone, viðtalið var tekið viku eftir EM: https://podcasts.apple.com/us/podcast/13-eygl%C3%B3-fanndal-sturlud%C3%B3ttir-euro-u23-champion-performance/id1719667975?i=1000647191192

En aftur að mótinu í Tælandi þá er áhugavert er að Marie Fegue frá Frakklandi mun keppa í -76kg flokki á mótinu en best er fyrir Ísland ef frakkar ákveða að senda keppendur í -59kg flokk og -81kg flokk en ekki -71kg flokk. Hún er samt sem áður með 10.besta árangur fyrir mótið í -71kg flokk.

Amanda frá Braselíu (nr.11-238kg total) og Neama Said frá Egyptalandi (nr.6-246kg total) eru skráðar í D hóp með 60kg entry total sem oft þýðir að keppandi ætli sér ekki að lyfta heldur aðeins að vigtast inn í keppni t.d. vegna meiðsla. Amanda er í harðri baráttu með að tryggja sér þátttökurétt svo það verður áhugavert að fylgjast með hvað hún gerir. Hin nýgeríska Joy Eze er skráð í C grúppu og mun því lyfta á undan öllum í A og B grúppu en hún lyfti 234kg á afríska meistaramótinu og fór við það upp fyrir Eygló og er nú í 13.sæti.

HópurNafnÞjóðBesta Total
1ALIAO GuifangCHN273
2AREEVES Olivia LynnUSA262
3APALACIOS DAJOMES Angie PaolaECU261
4ATOMA Loredana-ElenaROU256
5BSARNO PALOMAR VanessaPHI249
6DSAID Neama Said FahmiEGY246
7ASANCHEZ PERINAN Mari LeivisCOL244
8ACHEN Wen-HueiTPE243
9BVALODZKA SiuzannaAIN242
10(-76kg A)FEGUE Marie JosepheFRA241
11DDA COSTA Schott AmandaBRA238
12BPHAM Thi Hong ThanhVIE234
13CEZE Joy OgbonneNGR234
14AMISERENDINO GiuliaITA233
15BSturludóttir Eyglo FanndalISL231
16BMUN MinheeKOR231
17ASCHWEIZER Lisa MarieGER231
18N/APEINADO MEJIAS Laura YenireetVEN230
19BSEGAWA RunaJPN230
20BMIRABAL FERIA YeniuskaCUB229
21ADAVIES SarahGBR229
22BASHWORTH AlexisCAN226
23BGOLD Celia HennaISR226
24BYLISOINI Anna Janette TellervoFIN224
25CGARCIA HERNANDEZ Diana LauraMEX221
26CRAMADANI Tsabitha AlfiahINA221

Ísland sigurvegari smáþjóðamótsins í lyftingum annað árið í röð og Brynjar Logi náði besta árangir íslensks lyftara í sinclairstigum frá 1998.

Senior lið Íslands sigraði smáþjóðamótið í lyftingum sem fram fór í Mónakó núna um helgina með glæsibrag annað árið í röð. Það voru þau Brynjar Logi Halldórsson, Kári Einarsson, Katla Björk Ketilsdóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir sem kepptu fyrir Íslands hönd í senior flokki.

Junior liðið okkar skipað Þórbergi Erni Hlynssyni og Bríet Önnu Heiðarsdóttur lenti í öðru sæti í junior liðakeppni.

Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa miljón íbúa eða færri og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu. Í ár keppa auk Íslands, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Monakó, San Marino líkt og áður en í ár bætast Gíbraltar og Færeyjar einnig í hópinn auk þess sem franski klúbburinn Saint Marcellin keppir sem gestur á mótinu en tekur ekki þátt í eiginlegri liðakeppni

Mótið er Sinclairstigamót og verðlaunað fyrir stigahæsta liðið, stigahæsta lið karla og stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni.Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur en auk þess er junior lið skipað 1 junior karli og 1 junior konu.

Önnur verðlaun Íslands voru:
Senior karlar höfnuðu í öðru sæti.
Senior konur höfnuðu einnig í öðru sæti.
Brynjar Logi varð annar í stigakeppni karla og Kári í fjórða sæti.
Guðný varð önnur í stigakeppni kvenna og Katla Björk þriðja.
Þórbergur Ernir var annar í stigkeppni junior karla.
Bríet Anna þriðja í stigakeppni junior kvenna.

Bríet hóf leikinn  í B grúbbu kvenna sem junior keppandinn okkar með 55kg góðri snörun, hún reyndi síðan við 58kg sem hún náði ekki alveg jafnvægi með í botnsöðunni, reyndi við hana aftur en ekki vildi hún alla leið þennan daginn. Í C&J opnaði hún í 65kg, tók því næst 68kg og hækkaði í 71 kg þar sem hún náði ekki að standa upp úr cleaninu.
Niðurstaðan 55kg – 68kg og samanlagt 123kg

Næstur á pall var Kári Steinn Einarsson í B grúbbu karla. Einhver örlítill sviðsskrekkur varð til þess að hann missti 110kg opnun í snörun, en tók hana svo aftur með glæsibrag í annarri tilraun, hækkaði í 115kg í þriðju tilraun og kláraði hana vel.
Hann kom svo hungraðir og öruggur inn í  C&J  og opnaði í  135kg, tók því næst 140kg og að lokum 145kg sem er 2kg bæting á hans besta árangri í C&J. Allt öruggar grimmar lyftur.
Niðurstaðan 115kg – 145kg og samanlagt 260kg

Næst var komið að A grúbbu kvenna en þar kepptu þær Katla og Guðný.

Katla hefur verið á góðri siglingu í bætingum eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tæpu ári síðan.  Það er alltaf einstaklega gaman að horfa á Kötlu snara og tæknin hennar og botnstaða einstaklegt augnayndi. Á mótinu tók hún örugg, falleg 78kg, 81kg og 85kg sem er 1 kílós bæting frá því á EM í febrúar síðastliðnum. Í C&J opnaði hún í 95kg, hækkaði svo í 98kg, en náði ekki að standa upp úr cleaninu, tók þá þyngd aftur og kláraði hana með stæl og bætti þar einnig árangurinn frá EM um 1kg og samanlagðan árangur um 2kg.
Niðurstaðan 85kg – 98kg og samanlögð 183kg.
Þessi árangur gefur henni C lágmörk á HM og B lágmörk á EM.

Guðný hóf leikinn á 90kg snörun, en lyfti á 30 sec. hljóðinu, fipaðist mögulega við það og missir stöngina aftur fyrir sig. Hún fór svo aftur í 90 kg sem hún náði með glæsibrag. Í þriðju tilraun reyndi hún við 95kg sem hún missti einnig aftur fyrir sig líkt og fyrstu lyfting.
Í C&J opnaði hún í góðri 105kg lyftu, tók því næst enn betri 110kg lyftu. Í þriðju tilraun bað hún um 112 kg á stöngina en cleanið fór ekki alveg að óskum.
Niðurstaðan 90kg – 110kg og samanlögð 200kg

Í A grúbbu karla var svo komið að Þórbergi Erni í junior og Brynjari Loga en það má með sanni segja að krulluhausafélagið hafi átt gríðarlega gott mót.


Þórbergur vigtaðist 96,6kg og fær því árangurinn sinn skráðan í 102kg flokki.
Hann opnaði með góðri 118kg snörun, reyndi svo tvisvar við 123kg sem ekki vildu upp þann daginn. 118kg engu að síður Íslandsmet í junior 102kg flokki.
Í C&J  opnaði hann í 143kg góðri lyftu, reyndi svo við 148 kg en jerkið gekk ekki sem skyldi. Hann hækkaði engu að síður í 150kg sem hann negldi með stæl og jafnaði þar junior íslandsmet í 102kg flokki. Þetta er einnig persónuleg bæting um 5 kg. í C&J.

Brynjar Logi Halldórsson átti að lokum sögulegan dag með 6 gildum lyftum, líkamsþyngd 82,30kg , 125 -130 -135 snatch og 150 – 157 – 165 C&J. Sem er 5 kg bæting á hans besta árangri í C&J , íslandsmet í C&J og sögulegut 300kg Íslandsmeti í samanlögðu en í gagnagrunni  Lyftingasambands Íslands  https://results.lsi.is/rankingall/total/m og hefur enginn karl frá árinu 1998 náð 300 total og verið undir 100 kg í líkamsþyngd.

En það er ekki nóg með það því úr því er reiknuð svokölluð Sinclair stig og er hann með 377,47 sem eru hæstu sinclairstig sem Íslendingur á í núverandi gagnagrunni frá 1998. En á þeim lista stökk hann úr 6. sæti í það fyrsta með tæpri 22 stiga bætingu og sló þar 19 ára gamalt met Gísla Kristjánssonar.

Staðreyndin er líka sú að Íslandsmetin tók hann af Sigurði Darra Rafnssyni sem var þjálfarinn hans á mótinu og mesti peppari mótsins – þessir tveir eru snillingar saman.

Besta sinclairið tók hann, eins og áður sagði af okkar fremst lyftara til margra ára, Gísla Kristjánssyni, en hann kenndi mömmu hans að lyfta sem svo kenndi Brynjari að lyfta og þeir félagar æfa oft saman.

Án þessara tveggja hefði þetta ekki gerst – því við gerum hvert annað betra og erum á endanum öll í sama liði.

Það er svo að lokum gaman að segja frá því að Íslenska liðið átti salinn og mikil stemming og hvatning úr salnum þegar keppendurnir okkar voru að lyfta.
Einstök keppnisgleði og góð stemming var í hópnum og virkilega góð ferð að baki.

Við þökkum Sigurði Darra fyrir frábært starf sem þjálfara á mótinu, Hlyni Skagfjörð Pálssyni fyrir stuðning, aðstoð og ljósmyndastörf og Ernu Héðinsdóttir fyrir dómgæslu auk þess sem hún sá um skipulag og utanumhald ferðarinnar í heild.

Við höfum því miður ekki fengið heildarúrslitin frá mótinu til að setja inn í gagnagrunninn okkar… en það kemur við fyrsta tækifæri.

Lyftingaþing 2024

Ársþing Lyftingasambands Íslands var haldið í 49. skipti í húsnæði Íþrótta og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) þann 16. mars síðastliðin undir handleiðslu Valdimars Leó Friðrikssonar sem gegndi starfi þingforseta.

Kosið var um ný lög og nýjar mótareglur sem voru samþykkt samhljóða á þinginu en bíða nú samþykkar frá ÍSÍ. Helstu breytingar laga og reglna voru að samstilla þær betur reglum Alþjóða lyftingasambandsins (IWF) og koma efni og orðalagi aðeins inn í nútímann. Verða lögin og mótareglurnar birt á heimasíðunni öllum til yndislestrar.

Ný stjórn

F.H. Sigurður Darri Rafnsson landsliðsþjálfari, Magnús B. Þórðarson varastjórn, Birkir Örn Jónsson varastjórn, Hrund Scheving meðstjórn, Helga Hlín Hákonardóttir formaður, Harpa Þorláksdóttir meðstjórn, Erna Héðinsdóttir meðstjórn, Maríanna Ástmarsdóttir Framkvæmdastjóri og Ingi Gunnar Ólafsson landsliðsþjálfari.

Fjöldi stöðugilda innan stjórnar var fækkað með nýju reglunum en litlar breytingar voru á andlitum stjórnar þó embætti innan stjórnar kunni taka breytingum þegar stjórn skiptir með sér verkum. Breytingar á stjórn voru eftirfarandi.

Árni Rúnar Baldursson steig niður sem fulltrúi íþróttamanna og Gerald Brimir Einarsson steig niður úr varastjórn og tók við af Árna í þessu mikilvæga embætti.
Katla Björk Ketilsdóttir steig niður sem fulltrúi íþrótta manna og Erla Ágústsdóttir tók við af henni. Verða því Erla og Gerald raddir íþróttamanna innan stjórnar en einnig raddir íþróttamanna hvað varðar Norðurlandasambandið. Þá getur íþróttafólk leitað til varðandi ýmis málefni hvað íþróttina varðar og koma öllum spurningum og áhyggjum til stjórnar.

Magnús B. Þórðarson steig niður sem varaformaður og tók við kyndli í varastjórn.
Kári Walter og Eggert Ólafsson stigu niður úr varastjórn.
Birkir Örn Jónsson hélt sínu embætti þar.

Helga Hlín Hákonardóttir hélt sínu embætti sem formaður og í meðstjórnanda stöðum sitja nú Ásgeir Bjarnason, Erna Héðinsdóttir, Harpa Þoláksdóttir og Hrund Scheving.

Frábær árangur

Erla Ágústsdóttir

Erla Ágústsdóttir var heiðruð fyrir góðan árangur á Evrópumeistaramóti U23 þar sem hún nældi sér í tvær brons medalíur. Hún gat ekki mætt á þingið sjálft þar sem hún var heiðruð en var fenginn vöndur og 50.000 kr gjafabréf frá Icelandair í vikunni.
Þess má geta að Erla var í 8. sæti á Evrópumeistaramóti Senior í febrúar. Heldur öllum íslandsmetum í +87 kg flokki kvenna í Junior, U23 og Senior aldursflokkum.
Erla er önnur íslenska konan sem tekur 100 kg í snörun og er búin að næla sér í B lágmörk á Heimsmeistaramót Senior 2024.
Erla á best 100 kg í snörun á móti, 118 kg í jafnhendingu og 215 kg í samanlögðum árangri.
Hennar besti árangur hefði gefið henni 15. sæti á HM á síðasta ári og verður gaman að sjá hvað hún gerir á næstu mánuðum í aðdraganda HM. Einnig verð ég að nefna að Erla keppti á sínu fyrsta móti í september 2021 og hefur því aðeins keppt í íþróttinni í tvö og hálft ár sem segir meira um hennar metnað en þessi framkvæmdastjóri kemur orði á.
Til hamingju en frábæran árangur Erla!
Við erum ekkert smá stolt af þér og hlökkum til að sjá hvað í þér býr næstu árin!


Smáþjóðamótið í lyftingum  í Mónakó á laugardaginn

Smáþjóðamótið í ólympískum lyftingum fer fram í Mónakó næstkomandi laugardag.
Mótið er liðakeppni þjóða sem hafa miljón íbúa eða færri og eru aðilar að Smáþjóðasambandinu.
Í ár keppa auk Íslands, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Monakó, San Marino líkt og áður en í ár bætast Gíbraltar og Færeyjar einnig í hópinn auk þess sem franski klúbburinn Saint Marcellin keppir sem gestur á mótinu en tekur ekki þátt í eiginlegri liðakeppni.

Í hverju liði keppa 2 senior karlar og 2 senior konur en auk þess er junior lið skipað 1 junior karli og 1 junior konu.
Mótið er Sinclairstigamót og verðlaunað fyrir stigahæsta liðið, stigahæsta lið karla og stigahæsta lið kvenna auk stigahæstu keppenda af hvoru kyni.

Þess má geta að 2023 sigraði Ísland liðakeppnina og á því titil að verja

Keppendurnir frá Íslandi eru:

Senior
Brynjar Logi Halldórsson
Kári Einarsson
Katla Björk Ketilsdóttir
Guðný Björk Stefánsdóttir

Junior
Þórbergur Ernir Hlynsson
Bríet Anna Heiðarsdóttir

Með þeim fara Sigurður Darri Rafnsson landsliðsþjálfari og Hlynur Skagfjörð Pálsson auk þess sem Erna Héðinsdóttir verður dómari á mótinu. 

Ekki er enn ljóst hvort streymt verður frá mótinu, en fylgist vel með á samfélagsmiðlum og við komum upplýsingum um útsendingu þar inn ef af verður.

Íslandsmeistaramót Unglinga 2024

KVK B Youth (U17)
NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Elinborg Dóra TryggvadóttirLyftingafélag Kópavogs4535
Þórdís ViðarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur4950
Birna ÓlafsdóttirLyftingafélag Kópavogs4995
Heiða Máney Einarsdóttir HafbergLyftingafélag Kópavogs5980
Elísa Magnúsdóttir DisonGlímufélagið Ármann6490
Heiðdis Hrönn JónasdóttirLyftingafélag Kópavogs71100
Hólmfríður BjartmarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71105
Steindís Elín MagnúsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur71110
KK A
NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Magnús Heiðar SchevingLyftingafélag Kópavogs61100
Stígur Bergmann ÞórðarsonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar67109
Guðjón Gauti VignissonKarftlyftingafélag Mosfellsbæjar73112
Kristófer Logi HaukssonLyftingafélag Kópavogs81125
Konráð Krummi SigurðssonLyftingafélag Kópavogs89195
Hafliði Jökull JóhannessonUMFN Massi102200
Tindur EliasenLyftingafélag Reykjavíkur89238
Þórbergur Ernir HlynssonLyftingafélag Reykjavíkur96250
Brynjar Logi HalldórssonLyftingafélag Reykjavíkur89280
KVK A Junior (U20) og U23
NafnFélagÞyngdarflokkurEntryTotal
Thelma Rún GuðjónsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59143
Freyja Björt SvavarsdóttirLyftingafélag Reykjavíkur59129
Thelma Mist OddsdóttirLyftingafélag Kópavogs59160
Emilía Nótt DavíðsdóttirLyftingafélag Kópavogs64110
Sólveig ÞórðardóttirLyftingafélag Reykjavíkur76130
Rakel Sara SnorradóttirLyftingafélag Reykjavíkur7180
Guðný Björk stefánsdóttirLyftingafélag Kópavogs76193
Erla ÁgústsdóttirLyftingafélag Kópavogs+87211